VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2025 08:36 Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður VR, á Alþingi. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira
Biðlaun sem Ragnar Þór fékk greidd í eingreiðslu um síðustu mánaðamót voru rædd á stjórnarfundi VR síðdegis í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir félagið að fimm stjórnarmenn, þriðjungur stjórnarinnar, hafi óskað eftir að ræða fyrirkomulag biðlaunanna. Ragnar Þór fór fyrst í tímabundið leyfið sem formaður VR í október eftir að hann fór í framboð fyrir Flokk fólksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Tilkynnt var að hann kæmi ekki aftur til starfa í byrjun desember. Í ráðningarsamningi sem stjórn VR gerði við Ragnar Þór árið 2017 var kveðið á um að hann ætti rétt á biðlaunum í sex mánuði eftir að hann léti af störfum. Laun hans í október 2024 voru 1,3 milljónir króna á mánuði en hann átti að auki inni orlof. Samtals fékk hann greiddar 10,2 milljónir króna í biðlaun og uppsafnað orlof í eingreiðslu um síðustu mánaðamót samkvæmt svari VR sem Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri félagsins, sendi Vísi. VR segir að allir fyrrverandi formenn félagsins síðustu tvo áratugina hafi haft sama rétt til biðlauna samkvæmt ráðningarsamningi. Biðlaun formanna hafi ýmist verið greidd með eingreiðslu eða mánaðarlega. Ragnar Þór sé eini formaður félagsins sem hafi ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en kjörtímabili hans lýkur síðustu tuttugu árin. Fram hefur komið að nýkjörnir þingmenn byrjuðu að þiggja laun frá Alþingi í desember þrátt fyrir að þing hafi ekki komið saman fyrr en í byrjun febrúar. Ragnar Þór er með rúmar 1,6 milljónir króna á mánuði í laun sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Alþingi Flokkur fólksins Kjaramál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sjá meira