Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 21:00 Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru margar ástæður fyrir því að ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrst og fremst vegna þess að ég tel mig geta eflt flokkinn, aukið fylgi hans og tryggt að hann verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Það er frumskylda formanns að tryggja að flokknum vegni vel, því sterkari Sjálfstæðisflokkur þýðir sterkari málsvari frelsis, atvinnulífs og framfara. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið hreyfiafl umbóta á Íslandi. Árið 1929 var stefna hans mörkuð með þessum orðum: „Ísland taki að fullu og öllu sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina.“ „Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Þessi gildi eiga jafn vel við í dag og þau áttu þá. En til að tryggja að þau verði að veruleika verðum við að sækja fram. Veikur Sjálfstæðisflokkur getur ekki staðið við stefnu sína og loforð við landsmenn. Þess vegna er mikilvægt að hann eigi sterka forystu sem vinnur að því að efla fylgið og ná til allra stétta, óháð bakgrunni eða búsetu. Við horfum fram á mikla óvissutíma. Yfirvofandi átök í Evrópu vekja upp áhyggjur um öryggi og stöðugleika, á meðan vinstrimeirihluti í bæði ríkis- og borgarstjórn skapar pólitískt ástand sem krefst þess að við tölum ennþá hærra fyrir einstaklingsfrelsinu. Í aðstæðum sem nú eru uppi hefur Sjálfstæðisstefnan enn meira gildi. Hún leggur áherslu á sjálfstæði, ábyrgð og sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins, sem gerir okkur kleift að bregðast betur við óvissu og öflugri andstöðu. Með því að styrkja Sjálfstæðisflokkinn tryggjum við að Ísland haldi áfram að vera ljósið í myrkrinu, á föstum grunni frelsis og ábyrgðar. Ronald Reagan komst vel að orði árið 1976: „Ekkert kemur í stað sigurs.“ Þetta er auðvitað hárrétt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er veikur tapar frelsið sínum sterkasta málsvara á Íslandi. Við höfum skyldu til að tryggja að hugsjónir okkar verði áfram grundvöllurinn að uppbyggingu Íslands til framtíðar. Þess vegna býð ég mig fram til að blása til sóknar, sameina krafta okkar og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun