Innlent

Sam­eining sveitar­fé­laga á Suður­nesjum og stórleikur í körfunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Utanríkisráðherra segir kröfur Rússa, um að Úkraína verði vopnlaus og gangi ekki í ESB eða NATO, vera galnar. Evrópa þurfi að girða sig í brók í varnarmálum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þjóðverjar ganga að kjörborðinu í dag. Kristilegir demókratar mælast stærstir en öfga hægriflokkurinn AfD mælist með um tuttugu prósenta fylgi.

Nokkur skriður er kominn á óformlegar sameiningarviðræður þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum, og næst á dagskrá að kanna grundvöll fyrir formlegum viðræðum. Rætt verður við sveitarstjóra Voga í hádegisfréttum.

Það er æsispennandi leikur framundan hjá karlalandsliðinu í körfubolta, sem mætir Tyrkjum í Laugardalshöll í kvöld. Það er uppselt á leikinn en Ísland gæti með sigri tryggt sig inn á Eurobasket. Við heyrum í Kára Jónssyni landsliðsmann í fréttatímanum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×