Segja loforð svikin í Skálafelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 11:51 Úr brekkum Skálafells. JMG Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira
Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Innlent Fleiri fréttir Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Sjá meira