Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir í nokkrum framhaldsskólum landsins á morgun, náist ekki að semja fyrir þann tíma.
Einnig kíkjum við niður á þing þar sem Inga Sæland formaður Flokks fólksins varðist spurningum þingmanna úr pontu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Styrkjamálið svokallaða bar þar meðal annars á góma.
Einnig verður rætt við menntamálaráðherra sem segir að kennarar þurfi meiri stuðning inn í skólastofuna.
Í íþróttafréttum verður farið yfir hinn mikilvæga leik körfuboltalandsliðsins sem fram fer í dag en þar getur liðið tryggt sér farseðilinn á EM í körfubolta.