Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 13:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira