Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 13:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira