Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 10:12 Eric Adams virtist borubrattur á leið úr dómsal í New York í gær. AP/Julia Demaree Nikhinson Háttsettur embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að mútuþægnimálið gegn Eric Adams, borgarstjóra New York, komi niður á getu hans til að starfa með Donald Trump, forseta, í aðgerðum hans varðandi farand- og flóttafólk. Því sé rétt að láta málið niður alla. Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þetta sagði Emil Bove, starfandi aðstoðarríkissaksóknari, í dómsal í New York í gær. Erfiðlega hefur gengið að koma niðurfellingunni á borð dómara en margir saksóknarar sem ráðuneytið hefur sagt að setja nafn sitt á kröfu um niðurfellingu spillingarmálsins hafa sagt upp í stað þess að verða við skipuninni. Er það vegna þess að nýir forsvarsmenn ráðuneytisins hafa sagt opinberlega að þeir séu ekki að reyna að fella málið niður vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna þess að litlar líkur séu á sakfellingu. Þess í stað vilja þeir fella málið niður því það „kemur niður á getu Adams“ til að starfa með ríkisstjórn Donalds Trump hvað varðar farand- og flóttafólk sem heldur til í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti og vegna þess að ákærurnar eiga að koma niður á getu hans til að hljóta endurkjör seinna á árinu. Adams hefur verið ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum, sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum, í skiptum fyrir greiða. Sjá einnig: Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Ráðuneytið vill fella málið niður með þeim hætti að hægt verði að taka það upp aftur á nýjan leik, þyki tilefni til. Það þykir til marks um að Trump, sem gæti alveg eins náðað Adams, vilji halda borgarstjóranum í nokkurs konar gíslingu út kjörtímabil hans. Í dómsal í gær spurði Dale E. Ho, áðurnefndur dómari, Bove af hverju málið ætti að verða fellt niður. Hann sagði það vera vegna þess að málið kæmi niður á getu borgarstjórans til að starfa með Trump, eins og áður hefur komið fram. Spurði Ho þá, samkvæmt frétt New York Times, hvort sömu rök gætu verið notuð í spillingarmálum gegn öðrum embættismönnum í New York eins og yfirmanni lögreglunnar. „Já, algerlega,“ svaraði Bove. Er þetta í fyrsta sinn sem það heyrist úr dómsmálaráðuneyti Trumps að sömu rök og notuð hafa verið í máli Eric Adams, gætu verið notuð víðar í kerfinu. Eins og segir í grein New York Times, þykir það einstakt fordæmi að leggja til að forseti geti ákveðið á pólitískum grundvelli hvaða ákærur eigi rétt á sér og hverjar ekki. Emil Bove, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump, og núverandi starfandi aðstoðardómsmálaráðherra, sagði í dómsal í gær að Trump hefði rétt til að fella niður dómsmál af pólitískum ástæðum.Getty/Angela Weiss Fordæmalaus krafa Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur sagst fylgjast náið með vendingum í málinu og að til greina komi að vísa Adams úr embætti og boða til nýrra kosninga. Áköll eftir slíkum aðgerðum hafa orðið háværari að undanförnu, vegna áðurnefndra áhyggja af því að Adams verði bundinn Trump. Ho spurði Adams sérstaklega hvort að niðurfellingunni fylgdu kvaðir en borgarstjórinn sagði svo ekki vera. Hann sagðist ekki hafa brotið af sér og því væri varla hægt að sækja hann aftur til saka. Dómarinn neitaði að úrskurða strax í málinu og felldi því ákærurnar ekki niður strax í gær. Hann sagðist ætla að velta málinu fyrir sér en lofaði því að úrskurður drægist ekki á langinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytisins hafa þó haldið því fram að hann hafi í raun ekkert vald til að hafna niðurfellingunni. Alex Spiro, lögmaður Adams, hélt því fram í dómsal í gær að enginn áfrýjunardómstóll hafi staðfest úrskurð dómara þar sem hann neitar að láta mál falla niður. Dómarinn spurði Bove þó hvort hann vissi til þess að sambærileg niðurfellingarkrafa hafi nokkurn tímann verið lögð fram, þar sem dómsmálaráðuneytið reynir að fella niður mál gegn embættismanni með þessum hætti. Eftir smá mótspyrnu viðurkenndi Bove að hann þekkti ekki til annars sambærilegs máls.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira