Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:02 Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar