Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2025 09:24 A$AP Rocky og Rihanna fyrir utan dómshúsið í Los Angeles eftir sýknudóm rapparans. Getty A$AP Rocky hefur verið sýknaður af því að hafa skotið tvisvar á fyrrverandi vin sinn, A$AP Relli, með hálfsjálfvirku skotvopni. Við dómsúrskurðinn stökk rapparinn í faðm barnsmóður sinnar, Rihönnu og grétu þau gleðitárum. Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru. Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira
Réttarhöld í dómsmálinu hafa staðið yfir í þrjár vikur en það tók kviðdóminn aðeins þrjá tíma til að komast að þeirri niðurstöðu að Rocky, réttu nafni Rakim Mayers, væri saklaus. Rocky var ákærður fyrir líkamsárás með hálfsjálfvirku skotvopni í tveimur ákæruliðum og hefði getað hlotið rúmlega tveggja áratuga dóm hefði hann verið dæmdur sekur. Sjá einnig: A$AP Rocky handtekinn vegna skotárásar Dómsalurinn sem var fullur af aðdáendum og fjölskyldu hjónanna trylltist þegar dómurinn var kveðinn upp og stökk Rocky þá af sakamannabekknum í faðm konu innar. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði Rocky við kviðdómarana þegar þeir yfirgáfu salinn. Skaut púðurskotum úr platbyssu Málið nær aftur til 6. nóvember 2021 þegar A$AP Rocky hitti fyrir A$AP Relli, réttu nafni Terell Ephron, í Hollywood. Mennirnir höfðu báðir verið í hópnum A$AP Mob síðan í menntaskóla en eitthvað slettst upp á vinskap þeirra. Relli sagði að eftir smá ryskingar hefði Rocky dregið upp byssu og skotið tvisvar úr henni. Önnur kúlan hafi strokist við hnefa hans en hann hefði ekki slasast alvarlega. Nokkrum mánuðum síðar, þann 20. apríl 2022, var Rocky handtekinn á Alþjóðaflugvellinum í Los Angeles þar sem hann var nýkominn úr fríi með konu sinni, Rihönnu. Rocky losnaði úr haldi gegn tryggingu sem var 550 þúsund dalir (um 77 milljónir íslenskra króna í dag en sennilega meira þá). Lögmenn Rocky og vitni sögðu rapparann hafa skotið púðurskotum úr platbyssu. Hann hafi verið með platbyssuna á sér í töluverðan tíma eftir að hafa tekið hana af tökustað tónlistarmyndbands nokkrum mánuðum fyrr. Sögðu vitni að Rocky hefði skotið úr platbyssunni vegna þess að Relli hefði byrjað slagsmálin. Degi fyrir réttarhöldin hafnaði Rocky tilboði saksóknara um sex mánaða fangelsisvist gegn því að hann myndi játa sekt í einum ákæruliðnum af tveimur. Sannfærður um eigin sakleysi ákvað Rocky að veðja á kviðdómurinn yrði sama sinnis. Joe Tacopina, lögfræðingur Rocky, sagði í lokaávarpi sínu að Relli væri „reiður sjúklegur lygari“ sem hefði „borið ljúgvitni aftur og aftur og aftur og aftur.“ Rihanna, RZA og Riot mættu reglulega í dómsal Að loknu faðmlagi Rihönnu og Rocky faðmaði söngkonan lögfræðinga hans. Rihanna hafði verið reglulegur gestur í dómsal meðan réttarhöldin stóðu yfir og stundum tekið barnunga syni sína með, hinn tveggja ára RZA Athelston Mayers og hinn eins árs gamla Riot Rose Mayers. Eftir sýknuna þurfti parið að berjast gegnum haf ljósmyndara, blaðamanna, Youtube-ara og aðdáenda rapparans á leið út úr dómshúsinu og inn í hvítan jeppa sem beið fyrir utan. Rocky lýsti síðustu fjórum árum sem klikkuðum fyrir utan dómshúsið. „Ég er þakklátur og það er blessun að vera hérna núna og vera frjáls maður að tala við ykkur,“ sagði hann einnig. Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagðist virða ákvörðun kviðdómsins og sagði embætti saksóknara skuldbundið því að draga þá sem brjóta lögin til ábyrgðar, sama hve frægir þeir eru.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Sjá meira