CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 15:34 MQ-9 Reaper drónar geta borið ýmsar sprengjur og vopn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna/Joseph Pagan Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Samkvæmt heimildum CNN hefur CIA notast við MQ-9 Reaper dróna, en þeir geta borið eldflaugar og sprengjur og hafa til að mynda ítrekað verið notaðar til árása gegn hryðjuverkasamtökum í Mið-Austurlöndum og Afríku. Drónarnir sem flogið hafa yfir Mexíkó hafa ekki verið vopnaðir en hafa þess í stað verið notaðir til eftirlits og mögulega til undirbúnings fyrir árásir á glæpasamtökin og fíkniefnaverksmiðjur þeirra í framtíðinni. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem drónum sem þessum hefur verið flogið yfir Mexíkó en þá hefur það verið gert með samþykki yfirvalda þar. Að þessu sinni er óljóst hvort slíkt samþykki liggur fyrir en í frétt CNN segir að það hvernig aðgerðin var kynnt fyrir þingmönnum bendi til að svo sé ekki. Undanfarnar vikur hafa ráðamenn í Mexíkó krafist svara um það af hverju njósnaflugvélum hefur ítrekað verið flogið nærri lofthelgi landsins en samskipti ríkjanna hafa beðið hnekki í kjölfar þess að Trump varð forseti á nýjan leik. Hefur hann meðal annars hótað því að beita Mexíkó umfangsmiklum tollum. Ríkisstjórn Mexíkó hefur ekki svarað fyrirspurnum CNN um málið. Vilja skilgreina glæpasamtök sem hryðjuverkasamtök Ríkisstjórn Trumps vinnur að því að draga úr áherslu á baráttu gegn hefðbundinni hryðjuverkastarfsemi, þó hún virðist á uppsveiflu nánast hvert sem litið er, og nota auðlindir stofnana eins og CIA frekar gegn glæpasamtökum Mexíkó. Meðal annars hefur verið lagt til að flytja mannafla og búnað milli heimshluta í þessum tilgangi. Trump hefur talað fyrir árásum bandaríska hersins í Mexíkó. Á fyrsta kjörtímabili hans sagði hann til að mynda að Bandaríkin væru tilbúin í stríð við glæpasamtökin. Þá sagði hann í síðasta mánuði að til greina kæmi að senda sérsveitarmenn til Mexíkó. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lagði fram frumvarp árið 2023 um að heimila hernum að gera árásir gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trumps, skrifaði þar að auki í bók að Trump hefði stungið upp á því að þurrka út fíkniefnaverksmiðjur í Mexíkó með stýriflaugum. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Hernaður Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira