Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 13:11 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira