Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2025 10:21 Flugvélin er frá Delta Airlines í Bandaríkjunum. Þetta var fjórða stóra flugslyst Norður-Ameríku á einum mánuði. AP/Teresa Barbieri Átján eru slasaðir eftir að flugvél skall harkalega í jörðina við lendingu í Toronto í Kanada í gær. Flugvélin endaði á hvolfi á flugbrautinni en slysið var fangað á öryggismyndavélar. Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni. Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira
Alls voru áttatíu manns um borð; 76 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Enginn hinna slösuðu er í alvarlegu ástandi en upplýsingar um slasaða og ástand þeirra hafa verið á nokkru reiki, samkvæmt frétt kanadíska ríkisútvarpsins. Enginn mun þó hafa látið lífið. Flugvélinni, sem er af gerðinni Mitsubishi CRJ-900LR, hafði verið flogið frá Mineapolis í Bandaríkjunum og varð slysið við lendingu í Toronto. Mikill vindur var á svæðinu og sömuleiðis var snjór á flugbrautinni. Sjá einnig: Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Þegar verið var að lenda henni skall hún harkalega í jörðina, miðað við áðurnefndar upptökur og kom upp nokkur eldur. Annar vængur flugvélarinnar brotnaði af og endaði hún á hvolfi á flugbrautinni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd af slysinu sem hafa verið birt á netinu. Someone sends this, I don’t actually know what it is pic.twitter.com/C0miakUdOW— JonNYC (@xJonNYC) February 17, 2025 Þó nokkur vindur hafi verið á svæðinu segir AP fréttaveitan að óljóst sé hvað hafi leitt til flugslyssins. Samskipti milli flugmanna og flugumferðarstjóra hafi verið með eðlilegum hætti. Flugumferðarstjóri varaði við vindinum og því að flugvélin gæti hrist til í aðfluginu. Eftir að flugvélin staðnæmdist gekk vel að ná fólki út og eru slökkviliðsmenn sagðir hafa verið mjög fljótir á vettvang. Einn farþega tók upp meðfylgjandi myndband á leiðinni út úr flugvélinni.
Kanada Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Sjá meira