Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 08:59 Þrjár af tíu vélum í flota flugfélagsins Play verða í útleigu á næstu árum. Vísir/Vilhelm Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira