Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 11:57 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann fundar með þarlendum ráðamönum í dag, og Rússum á morgun. AP/Evelyn Hockstein Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Evrópu ekki eiga neitt erindi við borðið hvað lítur að friðarviðræðum vegna stríðsins í Úkraínu sem framundan eru á milli Rússlands og Bandaríkjanna. Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda munu funda í Sádi-Arabíu á morgun þar sem mögulegar friðarviðræður verða ræddar, án aðkomu Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Nokkur eftirvænting ríkir einnig fyrir fundi Evrópuleiðtoga í París síðar í dag sem boðaður var með skömmum fyrirvara vegna stöðunnar. Lavrov er meðal þeirra sem sækir fundinn í Sádi-Arabíu á morgun en þar verður Marco Rubio utanríkisráðherra fyrir hönd Bandaríkjanna. Lavrov hefur látið það í ljós að hann telji Evrópu ekki hafa neinu hlutverki að gegna í friðarviðræðum sem miði að því að binda endi á stríðið í Úkraínu. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.AP/Alexander Nemonov „Ég veit ekki hvað þau ættu að vera að gera við samningaborðið. Ef þau ætla að „biðja um“ einhverjar lævísar hugmyndir um að kæla niður átökin, á meðan…þau raunverulega meina að halda stríðinu áfram, til hvers þá að bjóða þeim?” er haft eftir Lavrov í fréttavakt BBC. Á fundinum í París sem fyrirhugaður er síðdegis í dag stendur hins vegar til að ræða stöðu mála en verulegar áhyggjur eru uppi meðal leiðtoga Evrópu um viðræður um Úkraínu milli Rússlands og Bandaríkjanna, án aðkomu Úkraínumanna og Evrópuleiðtoga. Áhyggjurnar snúa ekki síst að því að Trump muni láta eftir þegar kemur að kröfum Rússa um yfirráð yfir hernumdum svæðum og fleira. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, staðfesti nú fyrir stundu að Úkraína muni ekki taka þátt í fundinum í Sádi-Arabíu á þriðjudag, en Selenskí er þó á leið til landsins í heimsókn sem þegar var fyrirhuguð. Úkraína líti svo á að allar viðræður um Úkraínu án aðkomu Úkraínu séu ekki vænlegar til árangurs og hann muni ekki gangast við samningi án aðkomu landsins. Þetta sagði Selenskí í samtali við fréttamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hann er staddur en þaðan heldur hann til Sádi-Arabíu. Sú heimsókn tengist ekki viðræðum Bandaríkjanna og Rússlands að sögn forsetans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira