Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Kjartan Kjartansson skrifar 17. febrúar 2025 08:54 Javier Milei, forseti Argentínu, á í vök að verjast eftir að hann auglýsti rafmynt sem hrundi í verði rétt á eftir. AP/Ennio Leanza/Keystone Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Argentínu hóta því að kæra Javier Milei, forseta, fyrir embættisglöp eftir að hann auglýsti rafmynt á samfélagsmiðli. Rafmyntin hrundi í verði skömmu síðar. Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot. Argentína Rafmyntir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Rafmyntin $LIBRA var ekki mörgum kunn þegar Milei mælti með henni í færslu á samfélagsmiðlinum X seint á föstudag. Milei sagði að henni væri ætlað að örva hagvöxt með því að fjármagna lítil fyirtæki og sprotafyrirtæki. Gengi rafmyntarinnar rauk upp í hátt í fimm dollara á hverja mynt en hrundi svo undir einn dollara innan nokkurra klukkustunda, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjárfestar sem höfðu keypt rafmyntina töpuðu þá milljónum dollara. Sérfræðingar í rafmyntum telja mögulega að um dæmigert markaðsmisnotkunarmál sé að ræða þar sem stofnendur rafmyntar sannfæra aðra um að kaupa en selja svo sjálfir þegar verðið hækkar. Myntin verði svo verðlaus í kjölfarið. Hópur lögfræðinga lagði fram kæru á hendur Milei fyrir fjársvik fyrir sakadómi í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. Hitti stofnendur rafmyntarinnar nýlega Stjórnarandstöðunni var ekki skemmt yfir framferði frjálshyggjumannsins Milei. Leandro Santoro, einn þingmanna hennar, sagði hneykslið vandræðalegt fyrir Argentínu á alþjóðavísu. Það krefðist þess að þingið hæfi rannsókn á forsetanum fyrir embættisglöp. Stjórnarandstaðan hefur þó ekki nægan þingstyrk til þess að sakfella Milei og víkja honum úr embætti. Milei eyddi síðar færslu sinni. Hann sagðist ekki hafa nein tengsl við rafmyntina og að hann hefði fjarlægt færsluna þegar honum var sagt frá aðstæðum. Einn fulltrúa fyrirtækisins sem þróaði rafmyntina kenndi Milei um að hafa valdið hruni rafmyntarinnar með því að draga stuðning sinn við hana til baka, þvert á gefin loforð. AP-fréttastofan segir að skrifstofa forsetaembættisins hafi viðurkennt að Milei og fleiri í ríkisstjórn hans hefði nýlega hitt fulltrúa rafmyntarinnar á skrifstofu forsetans. Sérstök rannsóknarstofnun gegn spillingu muni rannsaka hvort þeir hafi framið lögbrot.
Argentína Rafmyntir Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira