Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 David Okeke treður í körfuna en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum Álftnesinga. Vísir/Anton Brink Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira