Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2025 10:33 David Okeke treður í körfuna en hann hefur farið mikinn í síðustu leikjum Álftnesinga. Vísir/Anton Brink Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið. Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Álftanesingar hafa núna unnið fjóra leiki í röð í Bónus deild karla í körfubolta og þeir eru komnir upp í fimmta sæti deildarinnar. Þeir byrjuðu nýtt ár í fallsæti en hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum eftir áramót. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi ræddu uppkomu Álftnesinga og þetta nýja Álftaneslið sem Kjartan Atli Kjartansson teflir fram. Stefán Árni Pálsson vildi byrja umræðum um David Okeke sem hefur verið mjög öflugur í þessum síðustu leikjum liðsins. Hann var stórkostlegur í leiknum „Hann var stórkostlegur í leiknum. Það eina sem maður getur sett út á hann er það hversu hann skaut illa úr vítum. Annars voru þeir í algjöru basli með hann,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Hann gerði það sem hann vildi,“ sagði Helgi. David Okeke var með 28 stig, 8 fráköst og 9 fiskaðar villur í sigri Álftaness á Grindavík. „Það sem Álftanes gerði svo vel í þessum leik er það sem þeir eru búnir að vera gera mjög vel í allan vetur. Þeir voru að nýta sér það að Grindvíkingar voru að skipta. Okeke er þarna. Hörður [Axel Vilhjálmsson] er frábær sendingamaður, Haukur [Helgi Pálsson] er frábær sendingamaður. Þeir komust upp með að hlaupa sömu hlutina aftur, aftur og aftur,“ sagði Pavel Ermolinskij, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Þeir eru búnir að vera góðir í allan vetur að finna Okeke. Það sem þeim vantaði var þessi þristur sem við sáum þarna áðan frá [Dimitrios] Klonaras. Á gömlu dögunum þá hefðu þeir stoppað þarna og sagt: Finnum Okeke aftur, það er að ganga vel,“ sagði Pavel. Þessi blanda er að virka „Það sem þeim tókst að gera svo vel í þessum leik var að blanda saman öguðum strúktúreruðum sóknarleik með Okeke og stemmningsþristum,“ sagði Pavel og nefndi sérstaklega Hörð Axel Vihjálmsson og frammistöðu hans. „Þessi blanda er að virka og þeir mega alls ekki fara frá því,“ sagði Pavel. „Hitt sem ég var að lýsa sem var að þeir eru að leita að ákveðnum hlutum og gera það vel. Það var orðið akkilesarhæll þeirra. Það var orðið dragbítur fyrir þá því það var það eina sem þeir voru að gera var að finna þessa lausn á ákveðnu vandamáli,“ sagði Pavel. „Köllum þetta ‚fokk it' mode“ „Þeir voru fastir í því og það vantaði ákveðna beinskeyttni og ákvæðna áræðni. Við köllum þetta ‚fokk it mode' og það er miklu meira núna,“ sagði Pavel. „Þetta gerir það að verkum eins og með Hössa [Hörður Axel Vilhjálmsson] að hann er að fara að skjóta meira. Láta vaða meira. Þegar þeir sýna þessar fléttur sina þá þarftu að hafa aðeins meiri áhyggjur af honum. Hann gæti alltaf látið vaða og þá opnast aðeins meira pláss fyrir Okeke og allt þetta,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld um Álftanes: Þessi blanda er að virka
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira