Innlent

Til­kynning vegna skamm­byssu sem reyndist vera loftbyssa

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í dag. Vísir/Vilhelm

Tilkynning barst lögreglu fyrr í dag vegna þriggja manna í bifreið í Hafnarfirði og handléku skammbyssu. Mennirnir voru handteknir en byssan reyndist vera loftbyssa. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Þá barst tilkynning frá veitingastað í Hlíðarhverfi um mann sem neitaði að fara út af veitingastað og sýndi fram á ógnandi hegðun. Hann var með fíkniefni meðferðis en látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirði og maður í annarlegu ástandi handtekinn. Allir viðkomnir málinu sluppu með minniháttar meiðsli.

Einnig bárust tvær tilkynningar um þjófnað í verslunum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Kópavogi. Bæði málin voru afgreidd á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×