Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 11:40 Martin Hermannsson á ferðinni í leik gegn Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Arife Karakum Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst. Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira