Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 10:03 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“ Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, gerði grein fyrir ástæðum þess að bankinn hefði lýst yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um mögulegan samruna. Bréf þess efnis var sent til Kauphallar í fyrradag og bankastjórar beggja banka ræddu málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að umtalsvert óhagræði fylgi því að starfrækja hér á landi þrjá banka sem allir flokkast sem kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. „Það kostar einfaldlega of mikið. Hér er ég ekki einungis að vísa í kostnað innan bankanna sjálfra, sem er þó einna mikilvægasti þátturinn, heldur einnig kostnað samfélagsins við umfangsmikið eftirlit með kerfislega mikilvægum bönkum,“ skrifar hann. „Ég er sannfærður um að samruni Arion banka og Íslandsbanka myndi leiða til þess að til yrði skilvirkari og öflugri banki sem myndi efla samkeppni og vera betur í stakk búinn að mæta þörfum viðskiptavina og fjárfesta í auknum mæli í þróun og nýsköpun,“ skrifar Benedikt. Býður fimm prósent yfirverð Hann segir sameinaðan banka geta veitt enn betri þjónustu með lægri tilkostnaði. „Því höfum við hjá Arion lýst yfir vilja okkar til að vinna náið með Samkeppniseftirlitinu til að tryggja að 5 milljarðar króna að lágmarki, af þeim árlega sparnaði sem getur náðst fram við samruna Arion banka og Íslandsbanka, skili sér til neytenda. Yfir 10 ára tímabil næmi sparnaður íslenskra heimila þannig 50 milljörðum króna að lágmarki,“ segir hann. Sjá einnig: Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Komi til samruna bjóði Arion banki hluthöfum Íslandsbanka 5 prósent yfirverð á markaðsvirði bankans. Ríkið á 42,5 prósent hlut í bankanum en sama dag og bréf Arion banka var sent tilkynnti Stjórnarráðið fyrirkomulag á fyrirhugaðri sölu á hlut sínum í Íslandsbanka. Benedikt telur mögulegan samruna ekki koma til með að hafa áhrif á sölufyrirætlanir stjórnvalda. Neytendur nytu góðs af „Hluthafar Íslandsbanka og Arion banka eignast hlutabréf í sameinuðu félagi og hlutur ríkisins í sameinuðu félagi yrði rúm 20%. Eins og ég hef þegar nefnt ætti almenningur með óbeinum hætti í gegnum íslenska ríkið og lífeyrissjóði meirihluta í sameinuðum banka,“ segir Benedikt. Benedikt segist sannfærður um að neytendur, hluthafar og samfélagið allt nyti góðs af sameinuðum banka. „Vilji okkar er skýr. Við teljum um einstakt tækifæri að ræða. Nú er annarra að meta hvort þau deila þeirri framtíðarsýn með okkur.“
Arion banki Íslandsbanki Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira