Körfubolti

Grinda­vík upp úr fallsæti með sigri á botn­liði Aþenu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isabella Ósk átti góðan leik í dag.
Isabella Ósk átti góðan leik í dag. Vísir/Diego

Grindavík vann 15 stiga sigur á botnliði Aþenu í fallbaráttuslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 105-90.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Grindavík öll völd á vellinum og var átta stigum yfir í hálfleik. Góður þriðji leikhluti kláraði svo leikinn er liðin skoruðu bæði 28 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins.

Niðurstaðan sanngjarn 15 stiga sigur Grindavíkur sem fer upp fyrir Hamar/Þór þó bæði lið séu með 10 stig eða fimm sigra til þessa á leiktíðinni. Hamar/Þór á þó leik til góða. Aþena er svo á botni deildarinnar með sex stig eða aðeins þrjá sigra í 17 leikjum.

Daisha Bradford var stigahæst í liði Grindavíkur með 29 stig. Hún tók einnig 14 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Hanna Þráinsdóttir var stigahæst í liði Aþenu með 16 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×