Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2025 12:20 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“ Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“
Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira