Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:31 Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum. Við fögnum því sérstaklega að til standi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks strax í vor, enda verður það gríðarleg réttarbót fyrir fatlað fólk allt hér á landi. Þá vekja áform um að útrýma kjaragliðnun, og að hætta að fella niður aldursviðbót við ellilífeyrisaldur, ánægju svo örfá dæmi séu tekin. ÖBÍ réttindasamtök telja að sjálfsögðu brýnt að í þessum málum sé öðrum sé hlustað á raddir fatlaðs fólks. Ekkert um okkur án okkar. Stóra breytingin Síðasta ár var þýðingarmikið og ber þar auðvitað sérstaklega að nefna bæði samþykkt stofnun Mannréttindastofnunar Íslands og Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, en stóra breytan er svo grundvallarbreytingin sem samþykkt var að gera á almannatryggingakerfinu. Þessi kerfisbreyting á að taka gildi í september og ef rétt er haldið á spilunum á hún að liðka fyrir bættri atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og aðgengi að vinnumarkaði. Við erum búin að vera á fleygiferð hingað og þangað um landið til að hitta atvinnurekendur og plægja jarðveginn svo atvinnulífið sé sem best í stakk búið til þess að taka á móti fötluðu fólki inn á vinnumarkaðinn. Við erum þar meðal annars búin að kynna Unndísi, verkefni sem við aðlöguðum að fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum, og er leiðarvísir til að styðja við inngildingu á vinnustað. Eins og með allar stórar kerfisbreytingar geta þarna leynst vankantar sem erfitt er að koma auga á áður en þetta kemur til framkvæmda. Því er brýnt að ráðist verði í forprófanir á samþættu sérfræðimati og kerfinu í heild og hlökkum við til samráðs og samtals við bæði TR og nýjan ráðherra félags- og húsnæðismála um það verkefni. Rétturinn til mannsæmandi lífs Það eru sjálfsögð mannréttindi að fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu og það eru sömuleiðis mannréttindi að fatlað fólk geti lifað lífinu með reisn þótt það sé utan vinnumarkaðar. ÖBÍ réttindasamtök munu áfram tala fyrir því að lífeyrir sé hækkaður svo hann dugi fólki til mannsæmandi lífs og ÖBÍ mun áfram tala fyrir því að bæði einkageirinn og hinn opinberi gefi fötluðu fólki tækifæri til atvinnu. Það er nefnilega nauðsynlegt að ríkið setji gott fordæmi. Viðfangsefni nýs félags- og húsnæðismálaráðherra í þessu samhengi eru umfangsmikil og var því ánægjulegt að ráðherra hafi heimsótt Mannréttindahúsið til að funda með ÖBÍ strax á fyrstu vikum sínum í ráðuneytinu. Fjölbreytt verkefni Viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og nýs Alþingis hvað við kemur fötluðu fólki eru auðvitað fleiri en einungis kjör, atvinnuþátttaka og almannatryggingar. Ný ríkisstjórn þarf að tryggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fatlað fólk í víðu samhengi. Þörf er á metnaðarfullum áætlunum í húsnæðismálum fatlaðs fólks, tryggja þarf aðgengi í víðum skilningi, hvort sem það er stafrænt eða líkamlegt, að þjónustu eða stöðum, og svo þurfum við að taka betur utan um fötluð börn. Skertir möguleikar fatlaðra barna til þátttöku í samfélaginu eru óásættanlegir, hvort sem það er vegna ónógs aðgengis að greiningum, hjálpartækjum, NPA-þjónustu eða öðrum þjónustuúrræðum. Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum hlökkum til að eiga samtal, samráð og samstarf við nýjan ráðherra um þessi mál og fleiri næstu fjögur árin. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar