Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 19:21 Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, finnst illa vegið að borgarstjóra og ekki síst þeim konum í Framsókn sem höfðu aðkomu að ákvörðun um meirihlutaslit. Vísir/Einar Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóra, ekki hafa tekið ákvörðun um að slíta meirihlutanum einn síns liðs síðastliðið föstudagskvöld heldur hafi hann tilkynnt um ákvörðun sem allir borgarfulltrúar flokksins hafi stutt og að einhugur hafi ríkt um að málefnin yrðu að ráða för. Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
Magnea er ósátt við þá orðræðu sem hefur verið viðhöfð af kollegum hennar í borgarstjórn um atburðarásina sem fór í hönd í síðustu viku, svo mjög að hún fann sig knúna til að skrifa grein á Vísi um upplifun sína og til að rétta hlut Einars og annarra borgarfulltrúa Framsóknar. Hún segir að sérstaklega fari fyrir brjóstið á sér að málinu sé stillt upp út frá kyni og vísar í ummæli sem oddviti Pírata lét falla í viðtali hjá RÚV í gær: „Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skalla öllu í uppnám.“ „Ég met þetta þannig að verið sé að búa til einhverjar „narratívur“ en mér fannst þessi ummæli kannski ganga heldur of langt og það að stilla þessu upp þannig að þetta snúist um kyn þess einstaklings sem tekur þessa ákvörðun fyrir hönd hópsins eða að segja að það hafi verið gert í geðþótta án samtals tel ég vera ómálefnalegt og í raun og veru er verið að smætta aðkomu okkar kvenna í Framsókn að þessari ákvörðun og í starfi almennt fyrir borgarbúa. Staðan er bara sú að við vildum taka stærri skref fyrir borgarbúa og við mátum stöðuna þannig að við værum ekki að ná árangri í þessum meirihluta.“ Það hafi verið þeirra upplifun í dágóðan tíma að Framsókn myndi líklegast ekki ná þeim árangri sem flokkurinn var kosinn út á í þáverandi meirihlutasamstarfi. Magnea Gná, borgarfulltrúi Framsóknar, er yngsti kjörni borgarfulltrúi sögunnar en hún var aðeins 25 ára þegar hún náði kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum.Vísir/Einar „Við vildum ná meiri árangri, við vorum kosin til að ná fram breytingum fyrir borgarbúa, við vildum ná auknum árangri í dagvistunarmálum til dæmis með vinnustaðaleikskólum og við vildum taka betur til í rekstri borgarinnar og við vildum stíga stærri skref í uppbyggingu hjá borginni. Það er ekki nóg bara að þétta byggð heldur þurfum við líka að ryðja nýtt land og byggja meira og hraðar fyrir borgarbúa.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir „Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58 Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Sjá meira
„Kryddpíur“ í formlegt samtal Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni. 12. febrúar 2025 14:58
Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. 12. febrúar 2025 12:14
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30