Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2025 18:02 Donald Trump og Vladimír Pútín töluðu saman í um eina og hálfa klukkustund. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum. Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Trump segir þá hafa rætt sögu Bandaríkjanna og Rússlands, hvað þessar þjóðir eigi sameiginlegt og að þau hafi barist saman í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir hafi rætt þau mannslíf sem hafi tapast í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir séu sammála um að það þurfi að koma í veg fyrir að fleiri látist í stríði Rússlands og Úkraínu og að þeir hafi ákveðið að vinna saman, mjög náið, meðal annars með því að heimsækja land hvors annars. Trump sagði þá báða ætla að mynda teymi til að hefja samningaviðræður og að hann ætli að hafa samband við forseta Úkraínu, Volodomír Selenskíj, til að segja honum frá því samtali sem hann átti við Pútín. Fleiri ættu ekki að deyja Trump greindi einnig frá því að hann hafi beðið Marco Rubio, utanríkisráðherra sinn, John Ratcliffe, yfirmann CIA, Michael Waltz þjóðaröryggisráðgjafa sinn og sendiherrann Steve Witkoff að leiða samningaviðræðurnar. „…ég hef sterka tilfinningu fyrir því að þær verði árangursríkar,“ sagði Trump í færslu sinni. „Milljónir hafa látist í stríði sem hefði ekki gerst hefði ég verið forseti, en það gerðist, svo það verður að taka enda. Það ættu ekki fleiri að tapa lífi sínu,“ sagði Trump. Hann þakkaði Pútín fyrir tíma hans og fyrir að sleppa Bandaríkjamanninum Marc Fogel úr haldi í gær. Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður stjórnvalda í Rússlandi hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Færsla Max Seddon á X.X Í umfjöllun um símtalið á vef BBC segir að talsmaður rússneskra stjórnvalda hafi staðfest að símtalið hafi verið um ein og hálf klukkustund. Á vef Reuters segir að um sé að ræða fyrsta samtal Pútín við forseta Bandaríkjanna frá því að hann réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022. Varanleg lausn Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Rússlandi, segir á samfélagsmiðlinum X að Pútín hafa sagst opinn fyrir langtímalausnum vegna innrásarinnar í Úkraínu, og áréttaði að það væri grundvallaratriði að útkljá ástæðurnar fyrir innrásinni. Þetta þýddi að horfið yrði frá NATO aðild Úkraínu og að austurhluti landnsins yrði á ný færður undir leppstjórnina í Kænugarði. Í frétt á rússneska miðlinum RIA segir að Pútín hafi í símtalinu talað um að ávarpa rót vandans sem leiddi til innrásarinnar og að hann væri sammála Trump að hægt væri að komast að varanlegri lausn með friðsömum viðræðum.
Donald Trump Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. 12. febrúar 2025 14:49
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59