Bræðurnir eru sakaðir um að stýra skipulögðum glæpasamtökum sem stunduðu mansal, kynferðisbrot gegn einstaklingum undir lögaldri og peningaþvætti.
Konan sem stefnir þeim í Bandaríkjunum sakar þá um að hafa lokkað sig til Rúmeníu þar sem þeir hafi þvingað sig til kynlífsverka. Þeir hafi síðan meitt æru hennar eftir að hún bar vitni í lögreglurannsókn í Rúmeníu. Bræðurnir stefndu henni fyrir meiðyrði fyrir tveimur árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Konan segir að þeir hafi notað málsóknina til þess að reyna að áreita hana og kúga.
Rannsókn stendur enn yfir á ætluðum brotum Tate-bræðra í Rúmeníu. Andrew var látinn laus úr stofufangelsi eftir dómsúrskurð í síðasta mánuði.
Tate-bræður, sem eru með tvöfaldan breskan og bandarískan ríkisborgararétt, voru báðir bardagaíþróttamenn en gerðust síðan áhrifavaldar á samfélagsmiðlum með milljónir fylgjenda þar sem þeir boðuðu eitraða karlmennsku. Andrew lýsti sjálfur sér meðal annars sem kvenhatara.