Björn Brynjúlfur selur Moodup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 10:40 Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og stofnandi Moodup. Vísir/Vilhelm Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. „Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni. Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
„Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni.
Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent