Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 15:31 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Konan var skólastjóri grunnskólans þar til 2020. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna. Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna.
Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira