Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 09:55 Kanslaraefnin tvö frá vinstri: Olaf Scholz og Friedrich Merz. Flokkur Merz mælist með afgerandi forskot á sósíaldemókrata Scholz í könnunum. AP/Michael Kappeler/DPA Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Olaf Scholz, sitjandi kanslari og leiðtogi Sósíaldemókrata, og Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU), tókust á í kappræðum í gær. Tvær vikur eru þar til Þjóðverjar ganga til þingkosninga sem boðað var til eftir að stjórn Scholz sprakk í vetur. Nýr forseti í Bandaríkjunum hefur hótað Evrópusambandinu og öðrum sögulegum bandamönnum sínum himinháum innflutningstollum. Scholz sagði að Evrópusambandið væri tilbúið með sín viðbrögð ef til tollanna kemur. „Við sem Evrópusamband getum brugðist við innan klukkustundar,“ sagði Scholz í kappræðunum þegar hann var spurður hvort sambandið væri tilbúið með sína eigin tolla á Bandaríkin. Merz sagði að Evrópa þyrfti að ganga í takti gagnvart Bandaríkjunum sem væru ekki lengur áreiðanlegur bandamaður. „Það er mikilvægt fyrir okkur hérna megin Atlantshafsins að standa saman. Við þurfum sameiginlega evrópska hernaðaráætlun,“ sagði Merz sem vísaði sérstaklega til áhyggna danskra ráðamanna af ásælni bandaríska forsetans í Grænland. Ekki treystandi til að fara ekki í eina sæng með AfD Horfur eru á því að öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) verði næststærsti flokkurinn á þinginu eftir kosningarnar. Hinir flokkarnir á þingi hafa fram að þessu hafnað öllu samstarfi við flokkinn. Merz var harðlega gagnrýndur fyrir að nýta sér atkvæði AfD til þess að koma ályktunum um innflytjendamál í gengum þingið á dögunum. Scholz varaði kjósendur við því að Merz væri ekki treystandi fyrir því að taka AfD ekki með sér í ríkisstjórn. Merz svaraði fyrir sig með því að saka Scholz um að hafa plægt jarðveginn fyrir öfgaflokkinn með vinstristefnu sinni, að því er segir í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur áður sagt að ekki komi til greina að mynda stjórn með AfD. Samstarf CDU og AfD í þinginu varð til þess að Angela Merkel, fyrrverandi kanslari og leiðtogi CDU, setti ofan í við Merz opinberlega. Fátítt er að hún skipti sér af argaþrasi stjórnmálanna eftir að hún lét af embætti. Úkraína ekki á leið í NATO í bráð Stuðningur við Úkraínu í varnarstríði landsins gegn Rússlandi hefur verið umdeildur í Þýskalandi. Bæði kanslaraefnin sögðust vonast eftir að friðarviðræður gætu brátt hafist. Scholz stóð með stefnu sinni um að neita að styðja Úkraínumenn með langdrægum skotflaugum. Merz sagði það ekki koma til greina að Úkraína gengi í Atlantshafsbandalagið enda tæki það ekki við ríkjum sem eiga í stríði. Það hefði hins vegar verið rétt að veita Úkraínu stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Aðild að sambandinu gerði Úkraínu talsvert öruggari. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að vísa framandlegum hugmyndum Bandaríkjaforseta um að gera Gasaströndina að „Rivíeru Mið-Austurlanda“ og senda íbúa hennar til Egyptalands eða Jórdaníu á bug. Scholz sagði hugmyndina hneykslanlega í ljósi þjáningar íbúa Gasa. „Þetta stríðir gegn alþjóðalögum. Þetta er sláandi,“ sagði kanslarinn. Merz sagði að hugmyndin væri ein af nokkrum „pirrandi“ hugdettum bandaríska forsetans þar sem bíða þyrfti og sjá til hvað væri alvara og hvað ekki, að því er kemur fram í umfjöllun vefmiðilsins DW um kappræðurnar. Kosningarnar í Þýskalandi fara fram sunnudagin 23. febrúar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira