Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 13:04 Ásgeir Jónsson hefur verið formaður handknattleiksdeildar FH undanfarin ellefu ár. Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson HSÍ Handbolti Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Fyrr í dag lýsti Jón Halldórsson yfir formannsframboði. Sem stendur eru þeir einir í framboði til embættanna tveggja. Ásgeir segir í tilkynningu sinni að hann styðji Jón heilshugar. Ásgeir tilkynnti fyrir rúmum tveimur vikum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri til formanns handknattleiksdeildar FH, stöðu sem hann hefur gegnt í ellefu ár. Hann tilkynnti svo um framboð sitt til varaformanns áðan, fljótlega eftir að Jón hafði tilkynnt sitt framboð. Tilkynningu hans má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
Það er gaman að tilheyra... Að hafa metnað, vilja og áhuga er veigamikið veganesti í lífinu. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera virkur þátttakandi í handknattleikshreyfingunni allt mitt líf. Það er ómetanlegt hvað það hefur gefið mér mikið. Ég hef kynnst ótrúlega mikið af öflugu og góðu fólki sem leggur á sig mikla vinnu fyrir sitt félag. Það er aðdáunarvert að fylgjast með. Það er mjög mikilvægt að Handknattleikssambandið og félögin í landinu starfi þétt saman. Að heiðarleiki og virðing ríki á milli allra aðila. Þannig næst árangur öllum til góðs. Íslenskur handbolti er vinsæll og áhorf mikið. Gæðin alltaf að aukast og ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fá tækifæri í atvinnumennsku erlendis. Þetta er félögunum að þakka og þeirra starfi. Yngri landslið okkar hafa sýnt og sannað í gegnum árin að efniviðurinn er mikill og framtíðin björt. A landslið kvenna og A landslið karla hafa síðan náð framúrskarandi árangri eins og við öll höfum séð og fylgst með af stolti. Það eru spennandi tímar framundan og mikilvægt að halda vel utanum allt okkar góða landsliðsfólk. Við erum á réttri leið, en getum alltaf gert betur. Við verðum að gera það saman. Handknattleikssamband Íslands leitar nú nýrrar forystu. Jón Halldórsson hefur tilkynnt þá ákvörðun sína að gefa kost á sér til embættis formanns og lagt fram áhersluatriði sín. Ég styð hann heilshugar. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ganga sameinuð til verks í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Það er jafnframt mjög ánægjulegt þegar framtíðarsýn fólks, markmið og áherslur eru með þeim hætti að aðilum langar til að sameinast til góðs um verkefni sem skiptir það máli. Að vinna saman handboltanum til heilla. Um leið og ég hvet öll sem áhuga hafa að bjóða fram aðstoð sína fyrir félag sitt eða Handknattleikssambandið þá tilkynni ég hér með að ég býð mig fram til varaformanns Handknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins 5. apríl næstkomandi. Áfram handboltinn Ásgeir Jónsson
HSÍ Handbolti Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira