„Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. febrúar 2025 21:41 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir lið sitt vera bæði illa þjálfað og illa saman sett vísir/Hulda Margrét Hattarmenn máttu sætta sig við sitt sjötta tap í röð í Bónus-deild karla þegar liðið steinlá á Hlíðarenda 92-58. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins var gríðarlega ósáttur við hugarfar sinna manna eftir leik. „Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“ Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
„Andlegt og líkamlegt hrun þegar menn bara missa hausinn. Ég get sagt hvað gerðist, það er eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum. Gjörsamlega óásættanlegt helvítis kjaftæði.“ Það varð ákveðinn vendipunktur í leiknum þegar Nemanja Knezevic var vísað út úr húsi um miðjan fyrri hálfleik og vandaði Viðar honum ekki kveðjurnar. „Hann getur bara ekki hitt úr þessu sniðskoti þó það sé farið aðeins í hann. Lætur reka sig út, gæi sem á að vera lykilmaður hjá okkur. Þetta er bara hausleysi og kannski svona það sem hefur verið að elta okkur á tímabilinu. Við spilum bara eins og við séum heimskir. Tökum bara of mikið af röngum ákvörðunum.“ Viðar tók þó ábyrgðina á sig og sagði liðið hvorki vera vel þjálfað né vel saman sett. „Það er bara vandamálið okkar og það sem er búið að bíta okkur og kemur okkur í þessa stöðu. Liðið er ekki nógu öflugt. Ekki nógu vel sett saman og ekki nógu vel þjálfað, þá fer svona og það er bara á mína ábyrgð.“ Held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð Aðspurður um hvað væri til ráða og hvernig væri hægt að bæta þjálfun liðsins fyrir lokasprettinn taldi Viðar ólíklegt að það væri hægt að rétta kúrsinn af úr þessu, en liðið á fimm leiki eftir í deildinni „Við reynum að gera það en það er ósköp einfalt mál að það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég held ég vinni frekar í Víkingalottóinu þrjá miðvikudaga í röð heldur en það gerist eitthvað stórkostlegt. En við verðum að trúa því og halda áfram að spila.“ „Svo mun Höttur í körfu halda áfram og halda áfram reyna að byggja upp öflugt starf. Eitthvað sem skiptir ekki öllu máli núna en við þurfum bara að reyna að klára þetta með reisn. Þetta var lélegt í dag og til skammar, maður hálf skammast sín að spila svona fyrir klúbbinn.“ Liðið var í brekku fyrir leik og hún er bara orðin brattari en Viðar ætlar að reyna að finna svör og þá leikmenn sem eru með rétt hugarfar til staðar, sem eru alls ekki allir að hans mati. „Við verðum bara að mæta í þá og reyna að leggja okkur fram og knýja fram sigur en það sést bara á hugarfarinu á hluta leikmanna hjá mér að það er bara djöfulsins uppgjöf og volæði. Við þurfum að finna þessa menn sem eru með hjartað á réttum stað og reyna að vinna okkur þannig áfram. Þannig höfum við náð árangri síðustu ár og það sem ég er mest ósáttur við að við höfum aðeins tapað okkar einkenni. Svona hægt og rólega, hvort það gerist á viku eða tveimur, eða þremur mánuðum, við þurfum bara að finna það aftur og halda áfram að spila körfu.“
Bónus-deild karla Körfubolti Höttur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira