Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2025 10:44 Hjálmar Sveinsson og Einar Þorsteinsson sem hefur talað um að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Hjálmari koma orð Einars á óvart. vísir/ívar/vilhelm Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. „Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Kjarninn í þessu er sá að við teljum að húsnæðisáætlanir sem eru nú í gangi, og í rauninni aðalskipulag, standi fyrir sínu og það sé ekki þörf á að fara í róttækar breytingar á því að svo komnu máli,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi. Eins og fram kom á Vísi í gær sagði Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á fundi Flugmálafélags Íslands í gær, að ríkisstjórnin stæði einhuga að baki Reykjavíkurflugvelli. Hann sagði jafnframt það grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ekki liggur enn fyrir hvort Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, en báðir þessir flokkar sitja í meirihluta borgarstjórnar, taka undir með Eyjólfi í þessum efnum. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila Pawel Bartoszek þingmaður, áður varaborgarfulltrúi Viðreisnar, sagði á Facebook að honum sýndist, af umfjöllun í fjölmiðlum af fundi stuðningsmanna flugvallarins, sú hugmynd uppi að ýmsir teldu einungis skyldur hvíla á Reykjavík í þeim samningum sem ríki og borg hafi gert sín á milli um framtíð flugvallarins. „En engar á ríkinu. Það er ekki raunin. Samningarnir leggja skyldur á báða aðila. Ef fólk telur að forsendur hans eigi ekki lengur við þarf að taka upp nýja samninga. Annað eins þekkist. En það má EKKI að láta sem það sem henti manni í samningunum sé í gildi, en annað megi hunsa,“ segir Pawel á Facebook-síðu sinni. Hann bendir á að til dæmis að rekstraröryggi flugvallarins skuli tryggt meðan unnið sé að undirbúningi að flutningi hans. „Ef ríkið vill ekki lengur vinna að undirbúningi að flutningi hans, þá þarf það að taka upp samningana, en ekki láta sem fyrri hluti setningarinnar í samningnum gildi en ekki sá síðari.“ Alexandra Briem segir að sér sé brugðið vegna orða Eyjólfs Ármannssonar sveitarstjórnarráðherra. Þá bendir Pawel á að á öðrum stað sé skýrt kveðið á um að ríkinu beri að hafa forgöngu um flutning kennslu- og einkaflugs af Reykjavíkurflugvelli. Um það er samkomulag frá 2013. „Hvernig hefur það gengið til að mynda hjá ISAVIA og ríkinu að vinna að þessum þætti samkomulags?“ Telur meirihlutasamstarfið standa traustum fótum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata tekur einnig til máls og hún segir að sér sé „mjög brugðið yfir framgöngu Eyjólfs Ármannssonar í þessu máli. Eina ástæðan fyrir því að ég held aðeins í mér með viðbrögð er að ég eiginlega trúi því ekki að hann raunverulega tali fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar.“ Hjálmar er á svipuðum slóðum og Pawel í samtali við Vísi. Hann segir að hlutirnir geti átt til að breytast en eins og staðan sé núna er skipulag til staðar fyrir mörg þúsund íbúðir á svæðinu. En nú hefur Einar Þorsteinsson borgarstjóri látið þau ummæli falla að það hrikti í meirihlutasamstarfinu vegna málsins? „Ég hef ekki orðið var við að það sé einhver óeining í öðrum málaflokkum. Það hefur alltaf verið ljóst að við erum með sitthvora skoðunina á þessu máli, það hefur alltaf verið ljóst. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hann á við, það hriktir ekkert í meirihlutasamstarfinu.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Skipulag Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Húsnæðismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira