Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 11:31 Stjórnarandstöðuþingmennirnir nítján sem mættu í Smiðjuna voru kampakátir ef marka má þessa mynd. Nema kannski Sigmundur Davíð sem er óvenju áhyggjufullur á svip. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks héldu partý í gær til að stilla saman strengi fyrir átök komandi þingvetrar. Það var glatt á hjalla, áfengi á boðstólum og karíókístuð þó sumir þingmenn hefðu ekki látið sjá sig. Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira
Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira