Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 11:31 Stjórnarandstöðuþingmennirnir nítján sem mættu í Smiðjuna voru kampakátir ef marka má þessa mynd. Nema kannski Sigmundur Davíð sem er óvenju áhyggjufullur á svip. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks héldu partý í gær til að stilla saman strengi fyrir átök komandi þingvetrar. Það var glatt á hjalla, áfengi á boðstólum og karíókístuð þó sumir þingmenn hefðu ekki látið sjá sig. Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira