Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 11:31 Stjórnarandstöðuþingmennirnir nítján sem mættu í Smiðjuna voru kampakátir ef marka má þessa mynd. Nema kannski Sigmundur Davíð sem er óvenju áhyggjufullur á svip. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks héldu partý í gær til að stilla saman strengi fyrir átök komandi þingvetrar. Það var glatt á hjalla, áfengi á boðstólum og karíókístuð þó sumir þingmenn hefðu ekki látið sjá sig. Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk. Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Þing kom loksins saman á þriðjudaginn var eftir töluverða bið. Forsætisráðherra átti svo að vera með stefnuræðu sína á miðvikudag en henni var frestað vegna veðurs fram á mánudag. Stjórnarandstöðunni gafst því frábært tækifæri í gær til að hrista sig saman og brýna vopnin. Á mynd sem Sigmundur Davíð, Sigríður Andersen, Áslaug Arna, Diljá Mist og Rósa Guðbjarts birtu sameiginlega á Instagram-síðum sínum af teitinu má sjá nítján af 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar. View this post on Instagram A post shared by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (@sigmundurdg) Athygli vekur að þó nokkra þingmenn vantar á myndina, þar á meðal Vilhjálm Árnason, ritara Sjálfstæðisflokksins; Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem hefur verið orðuð við framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa greinilega verið upptekin í öðru. Eftir að fréttinn birtist var fréttastofu tjáð að Vilhjálmur hefði mætt í teitið en farið snemma til að fylgjast með Njarðvík keppa í körfubolta. Restin skemmti sér þó konunglega ef marka má myndir úr teitinu, átu snakk og vínber, drukku rauðvín og lite. Áslaug Arna, Sigmundur Davíð og Jens Garðar eru klár í slaginn. Eftir upphitun í Smiðju virðist hópurinn hafa skellt sér í karíókí þar sem allavega Áslaug Arna og Sigríður Andersen trylltu lýðinn. Inga Sæland þarf greinilega að fara að vara sig. Áslaug Arna og Sigríður Andersen tóku lagið í karíókí. Þingflokksformenn flokkanna þriggja létu sig ekki vanta. Hildur Sverrisdóttir hjá Sjálfstæðisflokki, Ingibjörg Isaksen hjá Framsókn og Bergþór Ólason hjá Miðflokknum. Nýliðar á þingi eru nokkrir, Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir hjá Miðflokki eru orðin óþreyjufull eftir því að þing hefjist loksins. Snorri Másson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir bíða spennt eftir mánudeginum. Sigmundur stillti sér upp með Áslaugu Örnu sem þykir ansi líkleg til að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna og Sigmundur Davíð skemmtu sér konunglega. Þá deildi Sigríður Andersen hópmyndin með afdráttarlausum skilaboðum: „Ríkisstjórnin þorir ekki út úr húsi svo dögum skiptir. En stjórnarandstaðan hræðist ekkert.“ Sigríður Andersen er alltaf galvösk.
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira