„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Magnús með Gunnar litla í fanginu. úr einkasafni Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“ Ísland í dag Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“
Ísland í dag Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira