Innlent

Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eldri hjónin fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst í fyrra. 
Eldri hjónin fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst í fyrra.  Vísir/Vilhelm

Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Fram hefur komið að Alfreð Erling Þórðarson þekkti vel til fólksins en talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum.

Fjallað er um geðrænan vanda Alfreðs í Morgunblaðinu og þá staðreynd að á einu ári hafi hann þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun. Hann hafði verið úrskurðaður í tólf vikna nauðungarvistun þann 6. júní í fyrra og hefði því ekki átt að ganga laus 22. ágúst þegar voðaverkin áttu sér stað.

Nauðgunarvistunin í júní kom til í framhaldi af því að hann var handtekinn fyrir að hafa 12. maí utandyra við verslunarmiðstöðina Kaupvang á Egilsstöðum haft í fórum sínum hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði.

Engil­bert Sig­urðsson, yf­ir­lækn­ir við geðþjón­ustu Land­spít­ala og pró­fess­or í geðlækn­is­fræði við Há­skóla Íslands, segir í Morgunblaðinu að vistunarrými fyrir nauðungarvistun séu mun færri hér á landi en í nágrannalöndunum miðað við fólksfjölda. Pláss­leysið skapi þrýst­ing á heilbrigðisstarfsfólk að út­skrifa ein­stak­linga eins fljótt og hægt. Þá sé erfiðara að fylgja eftir skjólstæðingum af landsbyggðinni sökum takmarkaðrar þjónustu þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×