Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir, Laura Sólveig Lefort Scheefer og Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifa 5. febrúar 2025 15:00 Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru nýkjörnu þingmenn - gleðilega þingsetningu og til hamingju með kjörið! Ungir umhverfissinnar óska ykkur velferðar í vegferðinni, sem fyrir mörg ykkar er ný og ókönnuð. Við höfum trú á ykkur í þetta óeigingjarna starf - með þökkum fyrir metnaðinn og drifkraftinn, sem við erum viss um að þið viljið nýta til góðs. Í anda hækkandi sólar er okkur ljúft og skylt að minna á Sólina! Einkunnir voru jafn fjölbreyttar og fylgið, en við viljum einbeita okkur að því sem vel er gert og höfum því tekið saman lista yfir þau málefni úr kvarðanum sem samstaða er um, þ.e.a.s. málefni sem nú þegar er meirihluti fyrir á þingi, kjósi þingmenn samkvæmt stefnu síns flokks. Útkoman eru 16 málefni sem við gerum ráð fyrir að verði afgreidd hratt og vel. Samantektin er í viðhengi og hafið þið áhuga á samtali við innleiðingu vilja Ungir umhverfissinnar glaðir bjóða fram krafta sína í formi funda við þingflokka. Það gladdi okkur að sjá mál af Sólarkvarðanum á nýútkominni þingmálaskrá, og hlökkum við til að sjá enn fleiri á skránni fyrir haustið. Á þessum skringilegu tímum hefur nefnilega aldrei verið mikilvægara að standa vörð um framtíðina og afkomenda okkar, saman - í krafti fjöldans getum við beitt okkur fyrir betri og öruggri tilveru á litlu eyjunni okkar, Íslandi. Þá hlökkum við sérstaklega til að sjá í verki þá samstöðu sem skein svo skært í aðdraganda kosninga um verndun Seyðisfjarðar og að leyfisveitingar í sjókvíaeldi yrðu stöðvaðar uns lagaumgjörð væri komin í ákjósanlegt horf. Til frekari hugmyndaauðgi og innblásturs mælum við með að glugga í Sólarbókverkið, sem allir flokkar hafa nú fengið af gjöf, en fulltrúar ykkar veittu því móttökur í Iðnó 2. nóvember síðastliðinn. Eintak er einnig að finna á bókasafni Alþingis. Með hlýjum kveðjum, og tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs, Höfundar eiga sæti í stjórn Ungra Umhverfissinna 2024-2025. Fulltrúar þeirra sex flokka sem í gær tóku sæti á Alþingi, veita eintaki þingflokka af Sólinni, arkífi og verkfærakistu viðtökur. Snorri Hallgrímsson forseti UU afhenti eintökin á COP RVK í Iðnó 2. nóvember 2024 - að loknu pallborðinu "Sólin og svo kom Tunglið" um það hvernig hefur gengið og hvernig þau hyggist beita sér nái þau kjöri.Ungir umhverfissinnar/Patrik Ontkovic
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar