Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2025 15:14 Skemmdirnar eru verulegar eftir hviðuna sem fór yfir bæinn snemma í gær. Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Norðfirði þegar hviða fór yfir bæinn sem mældist 54 metrar á sekúndu klukkan 9:14. Rúða brotnaði í dráttarvél á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit, sex metra grenitré brotnaði við Mýrargötu auk þess sem gróðurhús fauk á hliðina í nálægð við leikskólann Eyrarvelli. Fyrst var fjallað um málið á vef Austurfrétta. Þar kemur einnig fram að rúður hafi brotnað í bíl við Kjörbúðina, í anddyri Verkmenntaskóla Austurlands og í strætóskýli auk þess sem rúða brotnaði í matsal Nesskóla. Frétt Austurfrétta. Eins og 190 kílómetrar á klukkustund Jóhann Tryggvason, húsvörður Verkmenntaskóla Akureyrar, var á svæðinu þegar rúðan brotnaði. „Þetta er hviða sem kemur á mjög takmörkuðu svæði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Fólk sem hafi verið í um 200 metra fjarlægð hafi ekki orðið vart við hviðuna. Hann telur að breiddin á svæðinu sem hviðan fór yfir gæti verið um 50 til 70 metrar. Þar séu allar skemmdirnar. „Ofan frá fjalli og niður að sjó. Þetta var mjög staðbundið. En við erum að tala um 54 metra á sekúndu í hviðu. Það eru eins og 190 kílómetrar á klukkustund.“ Grenitréð er 30 ára gamalt. Það brotnaði þegar hviðan fór yfir.Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Hlynur Sveinsson veðuráhugamaður varð þess var þegar gróðurhúsið fór á ferð í hviðunni í gær. Hann hljóp út ásamt fleirum til að tryggja að það fyki ekki út í sjó en segir það hafa verið flókið mál. Vindurinn hafi komið úr öllum áttum. „Þetta eru einhverjar skrítnar aðstæður sem myndast hérna í firðinum í þessum suðsuðaustanáttum og vindurinn kemur úr öllum áttum. Þegar gróðurhúsið fauk á hliðina vorum við að reyna að halda við það en þá ætlaði það að fjúka í hina áttina,“ segir Hlynur. Fólk fann víða fyrir hviðunni Hann tekur undir með Jóhanni að hviðan hafi verið staðbundin en samt hafi fólk fundið fyrir henni víða í bænum og í sveitinni. Hviðan hafi mælst á þremur veðurmælum í sveit. „Innst inni í sveit brotnaði rúða í traktor og bóndinn lýsir því þannig að hviðan hafi verið allt öðruvísi en allt annað sem var á ferðinni. Styrkurinn og áttin sem hún kom úr.“ Rúður brotnuðu víða í bænum og í sveitinni.Myndir/Jóhann Tryggvason Þá segir hann afar merkilegt að grenitréð hafi brotnað. Það sé líklega um 30 ára gamalt. Hann segir það heppnina eina að enginn hafi slasast í Nesskóla þegar rúðan brotnaði í matsalnum. „Það er vatnsvél þarna sem krakkarnir nota reglulega til að fylla á vatnsbrúsana. Það er opnanlegt fag á glugganum sem sogast út. Þeir stíga frá krakkarnir við það. Svo kemur glugginn á fullu aftur og rúðan mölbrotnar,“ segir Hlynur. Hlynur fylgist vel með veðrinu í Norðfirði og er með Facebook-hópinn Veðurstofa Norðfjarðar og vefsíðuna vedurhlynsi.com þar sem hann fjallar um veðrið. Svipuð hviða 2022 „Ég mældi svipaða hviðu árið 2022 í svipuðum aðstæðum, sú var 61 metri á sekúndu,“ segir Hlynur. Hann segir fáar hviður hafa farið yfir 35 metra á sekúndu og meðalvindurinn hafi ekki verið nema í kringum 15 til 20 metra á sekúndu. „Þetta eru mjög skrítnar aðstæður.“ Hann segir nokkuð algengt að vindur nái þessum mikla hraða í firðinum. Margar veðurstöðvar mæli mest 35 metra en það þurfi veðurstöðvar sem mæli sterkari vind á firðinum. Hann segir fólk vera með áhyggjur af veðrinu á morgun og hinn. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir landið allt sem taka gildi klukkan 14 á morgun og gilda til miðnættis á fimmtudag. Fjarðabyggð Veður Tengdar fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06 Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Sjá meira
Þar kemur einnig fram að rúður hafi brotnað í bíl við Kjörbúðina, í anddyri Verkmenntaskóla Austurlands og í strætóskýli auk þess sem rúða brotnaði í matsal Nesskóla. Frétt Austurfrétta. Eins og 190 kílómetrar á klukkustund Jóhann Tryggvason, húsvörður Verkmenntaskóla Akureyrar, var á svæðinu þegar rúðan brotnaði. „Þetta er hviða sem kemur á mjög takmörkuðu svæði,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Fólk sem hafi verið í um 200 metra fjarlægð hafi ekki orðið vart við hviðuna. Hann telur að breiddin á svæðinu sem hviðan fór yfir gæti verið um 50 til 70 metrar. Þar séu allar skemmdirnar. „Ofan frá fjalli og niður að sjó. Þetta var mjög staðbundið. En við erum að tala um 54 metra á sekúndu í hviðu. Það eru eins og 190 kílómetrar á klukkustund.“ Grenitréð er 30 ára gamalt. Það brotnaði þegar hviðan fór yfir.Myndir/Hlynur Sveinsson og Jóhann Tryggvason Hlynur Sveinsson veðuráhugamaður varð þess var þegar gróðurhúsið fór á ferð í hviðunni í gær. Hann hljóp út ásamt fleirum til að tryggja að það fyki ekki út í sjó en segir það hafa verið flókið mál. Vindurinn hafi komið úr öllum áttum. „Þetta eru einhverjar skrítnar aðstæður sem myndast hérna í firðinum í þessum suðsuðaustanáttum og vindurinn kemur úr öllum áttum. Þegar gróðurhúsið fauk á hliðina vorum við að reyna að halda við það en þá ætlaði það að fjúka í hina áttina,“ segir Hlynur. Fólk fann víða fyrir hviðunni Hann tekur undir með Jóhanni að hviðan hafi verið staðbundin en samt hafi fólk fundið fyrir henni víða í bænum og í sveitinni. Hviðan hafi mælst á þremur veðurmælum í sveit. „Innst inni í sveit brotnaði rúða í traktor og bóndinn lýsir því þannig að hviðan hafi verið allt öðruvísi en allt annað sem var á ferðinni. Styrkurinn og áttin sem hún kom úr.“ Rúður brotnuðu víða í bænum og í sveitinni.Myndir/Jóhann Tryggvason Þá segir hann afar merkilegt að grenitréð hafi brotnað. Það sé líklega um 30 ára gamalt. Hann segir það heppnina eina að enginn hafi slasast í Nesskóla þegar rúðan brotnaði í matsalnum. „Það er vatnsvél þarna sem krakkarnir nota reglulega til að fylla á vatnsbrúsana. Það er opnanlegt fag á glugganum sem sogast út. Þeir stíga frá krakkarnir við það. Svo kemur glugginn á fullu aftur og rúðan mölbrotnar,“ segir Hlynur. Hlynur fylgist vel með veðrinu í Norðfirði og er með Facebook-hópinn Veðurstofa Norðfjarðar og vefsíðuna vedurhlynsi.com þar sem hann fjallar um veðrið. Svipuð hviða 2022 „Ég mældi svipaða hviðu árið 2022 í svipuðum aðstæðum, sú var 61 metri á sekúndu,“ segir Hlynur. Hann segir fáar hviður hafa farið yfir 35 metra á sekúndu og meðalvindurinn hafi ekki verið nema í kringum 15 til 20 metra á sekúndu. „Þetta eru mjög skrítnar aðstæður.“ Hann segir nokkuð algengt að vindur nái þessum mikla hraða í firðinum. Margar veðurstöðvar mæli mest 35 metra en það þurfi veðurstöðvar sem mæli sterkari vind á firðinum. Hann segir fólk vera með áhyggjur af veðrinu á morgun og hinn. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir landið allt sem taka gildi klukkan 14 á morgun og gilda til miðnættis á fimmtudag.
Fjarðabyggð Veður Tengdar fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06 Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Sjá meira
Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Allar endurvinnslustöðvar SORPU verða lokaðar á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna veðurs. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun fyrir landið allt. Gunnar Dofri Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs, segir það samkvæmt verklagi að loka þegar viðvaranir eru appelsínugular. 4. febrúar 2025 13:06
Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan. 4. febrúar 2025 10:45