Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:00 Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Finnbogadóttir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun