Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2025 07:02 Nico Harrison - framkvæmdastjóri Dallas, Dereck Liverly, Jason Kidd - þjálfari og Luka Dončić - nýasti leikmaður Los Angeles Lakers. Ethan Miller/Getty Images Nico Harrison, framkvæmdastjóri NBA-liðsins Dallas Mavericks, tók í gikkinn á einum ótrúlegustu skiptum í sögu deildarinnar þegar Luka Dončić var skipt til Los Angeles Lakers. Harrison segir skiptin passa inn í framtíðarsýn og menningu Dallas-liðsins. Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Körfuboltaheimurinn nötraði um helgina þegar tilkynnt var að Los Angeles Lakers hefði fengið ofurstjörnuna Luka Dončić frá Dallas Mavericks fyrir stjörnuna – þó ekki ofurstjörnu á sama mælikvarða og Luka – Anthony Davis ásamt hinum efnilega Max Christie og fyrstu umferðar valrétti í nýliðavalinu 2029. „Það er mikilvægt að vita að ég og Jason Kidd (þjálfari Dallas) erum á sömu blaðsíðu og tölum um týpur og þá menningu sem við viljum skapa,“ sagði Harrison með Kidd sér við hlið áður en Dallas steinlá fyrir Cleveland Cavaliers, 144-101. „Þetta er marglaga. Það er fólk sem passar inn í menninguna og það er fólk sem kemur inn og bætir við menninguna. Þetta eru tveir aðskildir hlutir og ég trúi að fólkið sem er að koma inn bæti við menninguna,“ sagði Harrison jafnframt. „Þegar þú horfir á sýn liðsins og hvað Nico vill gera þá styð ég það heilshugar. Ég virkilega trúi því að leikmennirnir sem við erum að ná í geti hjálpað okkur að ná markmiðum okkar, að vinna meistaratitil,“ bætti Kidd síðan við. Mikið hefur verið rætt og ritað um launamál Dončić en næsta sumar hefði hann getað skrifað undir fimm ára ofur-samning við Dallas upp á 345 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúma 49 milljarða íslenskra króna. Grateful for this amazing opportunity. Basketball means everything to me, and no matter where I play the game, I’ll do so with the same joy, passion and goal - to win championships. https://t.co/psfgI5o9Pn— Luka Doncic (@luka7doncic) February 2, 2025 Í viðtali við Dallas Morning News nefndi Harrison téðan samning og að það væri meðal annars ástæðan fyrir að félagið hefði ákveðið að senda Dončić til Lakers. Hefði leikmaðurinn ekki skrifað undir áðurnefndan fimm ára ofur-samning hefði hann getað farið frítt sumarið 2026. Vill Nico meina að með þessu hafi Dallas komist hjá því að annað hvort þurfa borga Dončić jafn gríðarlega háa upphæð og um er ræðir ásamt því að komast hjá því að vera með jafn mikilvægan mann í sínum röðum sem gæti farið frítt þegar tímabilinu lyki. We've seen star-studded trades before.But the Luka Dončić blockbuster ranks 𝙝𝙞𝙜𝙝 on the all-time list.https://t.co/jLVXb97puD pic.twitter.com/KuGp1YoFrA— The Athletic (@TheAthletic) February 3, 2025 „Varnir vinna titla og A.D. er einn af þeim sem við virkilega trúum að passi vel með Dereck Lively, Daniel Gafford og P.J. Washington. Þegar við horfum fram á við þá horfum við til þess að vinna núna,“ bætti Kidd við en Davis hefur lengi vel verið talinn meðal bestu varnarmanna NBA-deildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga