Vígðu bleikan bekk við skólann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2025 20:02 Foreldrar Bryndísar Klöru og Vigdís litla systir hennar vígðu bekkinn ásamt nemendum og vinum Brydísar Klöru. vísir/elísabet Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn. Foreldrafélag Verzlunarskóla Íslands fjármagnaði bekkinn sem stendur nú fyrir utan einn af inngöngum skólans. Það var rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun sem nemendur streymdu út úr byggingunni klæddir bleikum fatnaði til að vera viðstaddir vígslu á bekknum, en Bryndís Klara var nemandi við skólann. Áður en foreldrar Bryndísar og Vigdís litla systir hennar vígðu bekkinn blessaði séra Guðni Már Harðarson hann og deildi því með viðstöddum að Bryndís hafi verið ákveðin í því að fá sér húðflúr af Bangsímon á hendina þegar hún næði átján ára aldri. „En foreldrar hennar sögðu: Ertu alveg viss? Þú verður að hugsa þetta vel og getur ekki gert þetta fyrr en þú verður átján af því að kannski finnst þér þetta ekkert flott þegar þú verður sjötug. En í gær reið móðirin á vaðið, og pabbinn ætlar að fylgja í kjölfarið, og fékk sér bangsímon tattú og er alveg sama hvernig það mun líta út þegar hún verður sjötug,“ sagði Guðni Már. Nemendur ætla að taka á sig ýmsar áskoranir til að safna peningi fyrir minningarsjóðinn. Ein ætlar að vera í búri safnist nægur peningur á meðan aðrir ætla að keyra hringinn í kringum landið á einum degi.vísir/einar Árleg góðgerðarvika Verzlunarskólans hófst jafnframt í morgun þar sem nemendur og kennarar framkvæma áskoranir í þeim tilgangi að safna peningi. Í ár var ákveðið að góðgerðarvikan færi fram í kringum afmæli Bryndísar. Hófst hún í morgun og rennur allur sá peningur sem safnast í minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Það eru fullt af nemendum sem eru búnir að bjóðast til að gera eitthvað alveg klikkað. Til dæmis ætla strákar í skólanum að keyra hringinn í kringum landið á sólarhring,“ sagði Kristjana Mist Logadóttir, formaður góðgerðarfélags Verzló. Sunna Hauksdóttir og Kristjana Mist eru formenn Góðgerðarfélags Verzló.vísir/einar Fyrstu úthlutanir úr minningarsjóðnum fóru fram í gær og hlutu nokkrir styrki til að sinna ýmsum verkefnum sem snúa að því að halda kærleikanum á lofti. Meðal annars Embla og Kári sem ætla að nýta styrkinn til að vinna og birta myndbönd sem stuðla að kærleika á samfélagsmiðlum. Þau voru viðstödd vígsluna í morgun. Bekkurinn er bleikur enda var liturinn í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. vísir/einar Góð leið til að minnast Bryndísar Klöru „Þetta er mjög góð leið til að minnast hennar. Þetta er áberandi bekkur, fallega bleikur,“ sagði Embla Bachmann. „Jú þetta er alveg eins og við höfðum ímyndað okkur. Þetta var falleg og góð stund og við fáum minnisvarða hingað í Verzló,“ tekur Kári Einarsson undir. Góðverk Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Framhaldsskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. 5. desember 2024 21:05 Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56 Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryndísar Klöru Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins. 23. september 2024 16:42 Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Foreldrafélag Verzlunarskóla Íslands fjármagnaði bekkinn sem stendur nú fyrir utan einn af inngöngum skólans. Það var rétt fyrir klukkan hálf tíu í morgun sem nemendur streymdu út úr byggingunni klæddir bleikum fatnaði til að vera viðstaddir vígslu á bekknum, en Bryndís Klara var nemandi við skólann. Áður en foreldrar Bryndísar og Vigdís litla systir hennar vígðu bekkinn blessaði séra Guðni Már Harðarson hann og deildi því með viðstöddum að Bryndís hafi verið ákveðin í því að fá sér húðflúr af Bangsímon á hendina þegar hún næði átján ára aldri. „En foreldrar hennar sögðu: Ertu alveg viss? Þú verður að hugsa þetta vel og getur ekki gert þetta fyrr en þú verður átján af því að kannski finnst þér þetta ekkert flott þegar þú verður sjötug. En í gær reið móðirin á vaðið, og pabbinn ætlar að fylgja í kjölfarið, og fékk sér bangsímon tattú og er alveg sama hvernig það mun líta út þegar hún verður sjötug,“ sagði Guðni Már. Nemendur ætla að taka á sig ýmsar áskoranir til að safna peningi fyrir minningarsjóðinn. Ein ætlar að vera í búri safnist nægur peningur á meðan aðrir ætla að keyra hringinn í kringum landið á einum degi.vísir/einar Árleg góðgerðarvika Verzlunarskólans hófst jafnframt í morgun þar sem nemendur og kennarar framkvæma áskoranir í þeim tilgangi að safna peningi. Í ár var ákveðið að góðgerðarvikan færi fram í kringum afmæli Bryndísar. Hófst hún í morgun og rennur allur sá peningur sem safnast í minningarsjóð Bryndísar Klöru. „Það eru fullt af nemendum sem eru búnir að bjóðast til að gera eitthvað alveg klikkað. Til dæmis ætla strákar í skólanum að keyra hringinn í kringum landið á sólarhring,“ sagði Kristjana Mist Logadóttir, formaður góðgerðarfélags Verzló. Sunna Hauksdóttir og Kristjana Mist eru formenn Góðgerðarfélags Verzló.vísir/einar Fyrstu úthlutanir úr minningarsjóðnum fóru fram í gær og hlutu nokkrir styrki til að sinna ýmsum verkefnum sem snúa að því að halda kærleikanum á lofti. Meðal annars Embla og Kári sem ætla að nýta styrkinn til að vinna og birta myndbönd sem stuðla að kærleika á samfélagsmiðlum. Þau voru viðstödd vígsluna í morgun. Bekkurinn er bleikur enda var liturinn í uppáhaldi hjá Bryndísi Klöru. vísir/einar Góð leið til að minnast Bryndísar Klöru „Þetta er mjög góð leið til að minnast hennar. Þetta er áberandi bekkur, fallega bleikur,“ sagði Embla Bachmann. „Jú þetta er alveg eins og við höfðum ímyndað okkur. Þetta var falleg og góð stund og við fáum minnisvarða hingað í Verzló,“ tekur Kári Einarsson undir.
Góðverk Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Framhaldsskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. 5. desember 2024 21:05 Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56 Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryndísar Klöru Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins. 23. september 2024 16:42 Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryndísi Klöru Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. 5. desember 2024 21:05
Minnast Bryndísar Klöru með tónleikum: „Fallegt hvað allir stóðu saman“ Minningartónleikar til heiðurs Bryndísar Klöru Birgisdóttur eru haldnir í kvöld, þar sem margir fremstu tónlistarmenn landsins koma fram. Skipuleggjandi segist hafa fundið mikinn samtakmátt meðal samnemenda Bryndísar Klöru. 3. október 2024 19:56
Söfnuðu um níu milljónum í minningu Bryndísar Klöru Minningarsjóði Bryndísar Klöru Birgisdóttur var í dag afhent um níu milljónir króna sem söfnuðust í annars vega kertasölu og hins vegar í áheitahlaupi skólasystkina hennar. Í tilkynningu kemur fram að tæpar sjö milljónir hafi safnast í kertasölunni og um 1,4 í áheitahlaupinu. Forseti Íslands er verndari sjóðsins og tók við peningunum í dag fyrir hönd sjóðsins. 23. september 2024 16:42
Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Afrakstur kertasölu og framlag verslanakeðja til minningar um Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem jarðsett var síðastliðinn föstudag nemur tæplega 6,9 milljónum króna. Skipuleggjandi sölunnar segir kærleikann áfram þurfa að vera eina vopnið í samfélaginu. 18. september 2024 11:10