Nefndin einróma um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 10:17 Dagur B. Eggertsson er formaður undirbúningsnefndarinnar. Vísir/Einar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40