Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar 3. febrúar 2025 11:02 Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingi Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Vöktu bloggfærslur hans verðskuldaða athygli í aðdraganda nýliðinna Alþingiskosninga, en nú hefur hann birt sína eina ótrúlegustu bloggfærslu hingað til undir titlinum „Af meintum boðflennum og tilfinningalegum herbergjum.“ á nýrri bloggsíðu sinni sem ber nafnið Kjarnyrt, sem er örlítið kaldhæðnisleg nafngift þar sem færslan er allt annað en kjarnyrt, heldur náði hann einhvern veginn að teygja hana í tæplega 2000 orð. Hin meinta hnignun fjölmiðla Þórður eyðir bróðurparti greinarinnar í að barma sér yfir meintri hnignun fjölmiðla en fer svo réttilega yfir mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og hlutverk þeirra að veita stjórnvöldum aðhald. Hann er hins vegar ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar hann byrjar að kvarta sáran yfir því að tilteknir fjölmiðlar séu óheiðarlegir og annarlegar hvatir liggi að baki frétta þeirra sem koma ríkisstjórninni illa. Kemur þessi afstaða Þórðar reyndar ekki sérstaklega á óvart miðað við afstöðu ríkisstjórnarflokkana til fjölmiðla, sem birtist glögglega í Facebook færslu félags- og húsnæðismálaráðherra, sem bar þess merki að ráðherrann hefði sett ræðu frá Donald Trump í þýðingarvél Google og birt óbreytta, enda innihélt færslan makalausar ásakanir í garð fjölmiðlamanna sem hún sakaði um „falsfréttir“ án þess þó að hafa fyrir því að tiltaka hvaða atriði fréttarflutningsins voru rangar. Þetta féll heldur betur í kramið hjá stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og fundu þingmenn og ráðherrar samstarfsflokkanna sig viljuga til að líka við færslu ráðherrans, svo hrifnir voru þeir af henni. Það er sjálfsagt og eðlilegt að fjölmiðlar sæti gagnrýni fyrir störf sín þegar tilefni er til. Hins vegar verður að gera þá kröfu til ráðamanna að gagnrýnin sé málefnaleg en ekki fengin að láni úr leikjafræðabók Bandaríkjaforseta. „Falsfréttirnar“ sem ekki hefði átt að segja Þessar „falsfréttir“ sem fóru svona mikið fyrir brjóstið á ríkisstjórnarflokkunum var umfjöllun um Flokk fólksins sem fékk fyrir mistök greidd framlög frá hinu opinbera sem þau hefðu aldrei átt að fá þar sem flokkurinn hafði aldrei skráð sig á stjórnmálaskrá Skattsins. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa verið í sífelldri vörn allar götur síðan og reynt að afvegaleiða umræðuna með fullyrðingu um að aðrir flokkar voru í sömu stöðu, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, og því væri þetta bara ekkert mál. Svo var hins vegar ekki, enda breyttu aðrir flokkar skráningu sinni í samræmi við lögin árið 2022, sama ár og lögin tóku gildi, og fengu því greidd framlög fyrir árið 2022. Svo einfalt var það. Flokkur fólksins þáði aftur á móti framlög fyrir árin 2022-2024 án þess að hafa skráð sig, og hafa ekki gert enn. Þessi staðreynd virðist ekki eiga erindi til almennings að mati ríkisstjórnarflokkana og allar fréttir um hana eru hreinlega falsfréttir. Stóra herbergismálið Í lokin hneykslast Þórður á því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ekki látið undan kröfu Samfylkingarinnar um að yfirgefa þingflokksherbergi sitt. Skipti það hann engu máli að krafa Samfylkingarinnar var í trássi við reglur Alþingis þar um, eins og staðfest var fyrir helgi af skrifstofustjóra Alþingis. Það er vonandi að Samfylkingin fari að eyða meiri tíma í að huga að mikilvægari málum í þinghúsinu, til dæmis að setja saman þingmálaskrá, frekar en að standa í einhverju óskiljanlegu stríði við aðra flokka um herbergi þeirra í þinghúsinu sem þeir hafa réttmætt tilkall til. Nú eða þau geta fengið Ingu Sæland til að hringja skrifstofustjóra Alþingis og minna hana á vald sitt og ítök í lögreglunni. Annað eins hefur gerst í þessari ríkisstjórn. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun