Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. febrúar 2025 07:20 Ekki tókst samkomulag um innanhússtillöguna sem ríkissáttasemjari lagði fram fyrir helgi. Vilhelm Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir að samningfundi í Karphúsinu lauk um tíuleytið í gærkvöldi án niðurstöðu. Ríkissáttasemjari hafði lagt fram innanhússtillögu í lok síðustu viku sem samninganefndir sveitarfélaga- og ríkis höfðu samþykkt fyrir sitt leyti. Kennarar voru hinsvegar ekki sáttir og vildu gera ákveðnar breytingar á tillögunni sem ekki náðist sátt um. Á heimasíðu KÍ er haft eftir formanninum Magnúsi Þór Jónssyni að það séu kennurum mikil vonbrigði að aðilar hafi ekki náð að klára verkefnið og þar með forða verkföllum. „Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná samningum en allt kom fyrir ekki. Nú stöndum við öll saman. Áfram KÍ,“ segir Magnús Þór. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að strandað hefði á kröfum kennara um að gera frekari launabreytingar en gerði hafði verið ráð fyrir í tillögunni og féllust viðsemjendur eirra ekki á það. Ástráður segist ekki gera ráð fyrir að kalla deiluaðila saman í bráð en samkvæmt lögum þarf að boða til fundar á tveggja vikna fresti. Nú eru verkföll því hafin á fjórtán leikskólum í ellefu sveitarfélögum og eru þau ótímabundin. Í grunnskólum eru verkföllin hinsvegar tímabundin og standa til 21. febrúar í sumum skólum en til 26. febrúar í öðrum, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Grunnskólarnir sem um ræðir eru Árbæjarskóli, Garðaskóli í Garðabæ, Heiðarskóli í Reykjanesbæ, Egilsstaðaskóli, Engjaskóli í Reykjavík, Grundaskóli á Akranesi og Lindaskóli í Kópavogi. Á heimasíðu Kennarasambandsins segir ennfremur að þar sem friðarskylda er ekki lengur við lýði, megi gera ráð fyrir að nú hefjist undirbúningur frekari verkfallsaðgerða í fleiri skólum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. 2. febrúar 2025 22:39
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. 2. febrúar 2025 19:27
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. 2. febrúar 2025 12:28
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði