Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Snorri Steinn Guðjónsson með aðstoðarmanni sínum Arnóri Atlasyni eftir lokaleik Íslands á heimsmeistaramótinu þar sem íslenska liðið vann sinn fimmta sigur í sex leikjum. Vísir/Vilhelm Eitt heitasta málið eftir heimsmeistaramótið var aðkoma Gunnars Magnússonar að undirbúningi Króatar fyrir leikinn afdrifaríka á móti Íslandi. Íslenski landsliðsþjálfarinn hefur sjálfur skoðun á þeirri umræðu. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, lenti ekki aðeins í króatíska landsliðinu á heimavelli á heimsmeistaramótinu í handbolta heldur var við stjórnvölinn hjá þeim Dagur Sigurðsson sem gjörþekktir íslenska liðið. Í viðbót var til aðstoðar Gunnar Magnússon sem hefur hefur klippt myndbönd fyrir íslenska landsliðið í mörg ár. Aðkoma Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu fékk harðan dóm frá Víði Sigurðssyni, íþróttablaðamanni hjá Morgunblaðinu, reyndasta starfandi íþróttablaðamanni Íslands. Geir Sveinsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir skrif Víðis um Gunnar til skammar og að Morgunblaðið skuldi Gunnari afsökunarbeiðni. Fleiri hafa hneykslast yfir því sjónarmiði að saka Gunnar um föðurlandssvik og að hann hafi í raun þarna afhent mótherja Íslands innanhúsupplýsingar um íslenska liðið. En hvað finnst Snorra Stein sjálfum um þessa umræðu. Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, bar þetta undir hann um leið og þeir gerðu upp heimsmeistaramótið saman. „Það er kjánaskapur að halda því fram og rúmlega það. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé einhver umræða og ótrúleg spurning,“ sagði Snorri Steinn og hló. Klippa: Snorri Steinn tjáir sig um Gunna Mag málið „Ég sé ekki vandamálið. Dagur er að þjálfa Króatíu og er að fá Gunna til að hjálpa sér. Þetta er bara vinna manna og ég sé akkúrat ekkert athugavert við það,“ sagði Snorri. Króatar mæta Danmörku í úrslitaleiknum í kvöld. Þeir fóru illa með Ísland í fyrri hálfleiknum og léku sér einnig að Frökkum fram eftir leik. Eiga Króatarnir einhverja möguleika á móti hinu geysisterka danska liði? Geta þeir unnið þetta? „Lið sem fer í úrslitaleik á heimsmeistaramóti getur unnið mótið. Auðvitað eru Danir sigurstranglegri enda með ótrúlegt lið. Þeir eru búnir að búa til einhverja vél sem er erfitt við að eiga,“ sagði Snorri. „Þeir töpuðu samt úrslitaleiknum á EM í fyrra og af hverju ættu þeir ekki að geta tapað honum núna á móti Króötum? Ég get alveg séð það fyrir mér en ég held að stuðullinn sé örugglega lægri á Danina,“ sagði Snorri. Hann heldur með Degi Sigurðssyni og Króötum í úrslitaleiknum. Hér fyrir ofan má sjá Snorra Stein svara spurningunni um Gunnar Magnússon en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið við Snorra Stein í hlaðvarpsþætti í Besta sætinu en hann er líka aðgengilegur og öllum hlaðvarpsveitum.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita