Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2025 18:30 Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem hefur komið mér helst á óvart í kjarabaráttu kennara og fréttaflutninga af henni er tilhneigingin til þess að tala niður vinnuframlag kennara. Og svo auðvitað benda á hluti sem standast ekki nánari skoðun. Einkennilegasta fullyrðingin var að kennarar hafi ekki áhuga á að auka við sig til að fá hærri laun. Það er nú þegar hægt. Það kallast að taka forföll, eða ef heppnin er með þér, að fá fasta yfirvinnu í töflu. Bæði eru hlutir sem fela í sér að kenna meira. En þessu er ekki hlaupið að því að hækka sig í launum. Mikil sparnaðarkrafan er svo mikil að skólastjórnendum er settur þröngur kostur. Það er allt fellt niður sem mögulega má fella niður. Því annars þarf að borga yfirvinnu og það er dýrt. Að fá fasta tíma í töflu er með öllu þægilegra, því þá hefur kennarinn fyrirsjáanleika um tekjur og getur líka skipulagt kennslu samkvæmt því. Forföll eru allt önnur skepna, og auk þess ekki á allra færi, því forföllin fara líka eftir því hvernig tafla kennarans raðast. Þú færð ekki greitt fyrir neitt annað en að kenna. Þetta þýðir að ekki ert greitt fyrir hversu vel þú undirbýrð þig, hversu miklum samskiptum þú þarft að eiga við foreldar, hversu mikið af fundum sem þú situr í teymi, hvað þú vinnur lengi frammeftir, hvort þú vinnur um helgar eða á kvöldin. Það er í rauninni búið til hvata í kerfinu til þess að leggja minna á sig í öllum öðrum þáttum starfsins nema að standa fyrir framan nemendur og hafa ofan af fyrir þeim. Þetta held ég að gera kennara alla jafna mjög færa í félagslegum þáttum, sem gerir þá svo eftirsótta í öðrum geirum. En mig grunar að það gæti af einhverjum hluta útskýrt pirring og reiði samfélagsins út í kennara. Foreldrið sem nær aldrei sambandi við kennara barna sinna getur ekki verið í frábærum gír þegar það sér kennara á leið í verkfall. Því strangt til tekið er enginn fjárhagslegur hvati fyrir kennarann til þess að gera þessa hluti vel. Sem gæti verið að buga marga kennara, því fagmennska þeirra og sjálfsálit leyfir hreinleg ekki að skila af sér slöku vinnuframlagi. Þeir sjá hins vegar að vinnuframlagið skilar sér ekki í vasann. Tímakaupið verður skítur og kanill. Höfundur er kennari
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun