Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar 1. febrúar 2025 15:23 Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun