Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar 1. febrúar 2025 15:23 Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun