Hamas lætur þrjá gísla lausa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 10:34 Ofer Kalderon hefur verið í haldi Hamasliða frá árás þeirra sjöunda október 2023. AP/Abdel Kareem Hana Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins felur í sér að Hamas láti 33 gísla lausa gegn því að Ísraelar sleppi um tvö þúsund fanga lausa ásamt því að leyfa Palestínumönnum að snúa aftur til norðurhluta Gasasvæðisins. Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Í næstu viku hefjast samningafundir þar sem freist verður að ná samkomulagi um áframhaldandi vopnahlé eða jafnvel varanlegu. Ásamt því að gíslarnir ísraelsku sem hafa verið í haldi Hamas frá innrásinni sjöunda október 2023 verði látnir lausir. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu hafa einnig tilkynnt um að landamærastöð Palestínu og Egyptalands í borginni Rafa verði opnuð á nýjan leik sem gerir mörgum þúsund særðra Palestínumanna kleift að sækja sér lífsbjörg á sjúkrahúsum Egyptalandsmegin. Fagna heimkomu ástvina Í morgun var gíslunum Yarden Bibas og hinum fransk-ísraelska Ofer Kalderon sleppt úr haldi og tóku starfsmenn Rauða krossins á móti þeim í Khan Younis. Seinna í dag var svo hinum bandarísk-ísraelska Keith Siegel sleppt í Gasaborg. Yarden Bibas var afhentur starfsmönnum Rauða krossins í Khan Younis í morgun.AP/Abdel Kareem Hama Fjölskylda hins fransk-ísraelska Ofer Kalderon fagnaði honum innilega þegar hún tók á móti honum á ísraelskri herstöð í Khan Younis-borg. „Í dag föðmum við loksins Ofer og sjáum og skiljum að hann er hér með okkur. Við berum því vitni hvernig hann lifði þetta helvíti af af ótrúlegri þrautseigju. Ofer þurfti að þola fleiri mánuði af martröð og við erum stolt af því að hann skuli hafa lifað af og haldið í vonina um að fá að faðma börnin sín aftur,“ er haft eftir fjölskyldu Ofers. Á annað hundrað palestínskra fanga látnir lausir Ofer Kalderon var tekinn fanga í Nir Oz-kibbútsnum sjöunda október 2023 þegar Hamasliðar réðust inn í ísraelskar byggðir við landamæri Gasasvæðisins. Ásamt honum var Sahar, dóttir hans, og Erez, sonur hans, tekin í gíslingu en þeim var sleppt í nóvember þess árs þegar samið var um tímabundið vopnahlé. Á annað hundrað þúsund Palestínumanna hafa snúið aftur á norðanvert Gasasvæðið í kjölfar vopnahléssamkomulagsins, margir fótgangandi.AP/Abdel Kareem Hana Ísraelar hafa nú hafið ferlið að láta 183 palestínska fanga lausa. 32 föngum sem voru í haldi í herfangelsinu í Ofer var ekið til Vesturbakkans í dag og aðrir 150 verða sendir til Gasasvæðisins eða úr landi. Samkvæmt palestínskum yfirvöldum voru 111 af þessum 183 manna hópi sem á að sleppa úr haldi handteknir á Gasasvæðinu í kjölfar árásanna sjöunda október og hefur verið haldið fanga án dóms eða réttarhalda.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira