Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lendingar í Þýska­landi, golf­mót, ruðningur og ís­hokkí

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ísak Bergmann og Valgeir Lunddal eru leikmenn Fortuna Düsseldorf sem mætir Ulm í dag. 
Ísak Bergmann og Valgeir Lunddal eru leikmenn Fortuna Düsseldorf sem mætir Ulm í dag.  Lars Baron/Getty Images

Það má að venju finna fjöruga dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Tveir fótboltaleikir, tveir ruðningsleikir, íshokkíleikur og tvenn golfmót verða í beinni útsendingu. 

Vodafone Sport

11:55 – Fortuna Düsseldorf og Ulm í þýsku B-deildinni í fótbolta. Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal eru leikmenn Düsseldorf.

14:20 – Bayern München og Kiel mætast í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

16:35 – Írland og England mætast í Six Nations keppninni í ruðningi.

20:00 – Frakkland og Wales mætast í Six Nations keppninni í ruðningi.

00:05 (aðfaranótt sunnudags) – Ottawa Senators og Minnesota Wild mætast í NHL íshokkídeildinni.

Stöð 2 Sport 4

09:00 – Bein útsending frá þriðja degi Bapco Energies Bahrain Championship á DP World Tour.

19:00 – Bein útsending frá þriðja degi Tournament of Champions á LPGA mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×