Úrvalsdeildin í Póllandi hófst aftur í dag eftir að hafa verið í vetrarfríi síðan í byrjun desember. Gísli samdi við félagið fyrr í mánuðinum, fór strax út í æfingaferð með liðinu til Tyrklands, spilaði tvo æfingaleiki þar og spilaði svo níutíu mínútur í fyrsta keppnisleiknum í dag.
Gísli lagði upp þriðja mark liðsins snemma í seinni hálfleik á Afonso Sousa, sem skoraði tvö mörk í leiknum líkt og Mikael Ishak.
Lech Poznan er í efsta sæti deildarinnar með fimm og sex stiga forskot á Raków og Jagiellonia, sem eiga þó leik til góða.